Kemur lögreglan að sækja þig í dag.


Ótrúleg frétt um handtöku fólks er á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Hún og gefur góða vísbendingu um hversu skeitingarlaus við erum orðin gangvart manneskjunni í samfélagi allsnægtanna. Nú á að senda lögregluna á vinnustaði til að sækja glæpamenn sem hafa komist í kast við lögin. Það eru hvorki forstjórar né þingmenn sem verða sóttir á vinnustaðinn sinn af lögreglunni í dag. Nei, það eru almennir launþegar. Ég þori að fullyrða að stór hluti er almenningur sem hefur gefist upp á að láta enda ná saman. Verið niðurlægður hvað eftir annað við að reyna að leysa úr fjármálum sínum af fólki sem hefur nóg að brenna og bíta og þykist vita betur. Og nú á endanlega að beygja það niður í duftið. Hvern langar til að verða leiddur út af vinnustað sínum í fylgd lögreglu. Eru engin takmörk fyrir því hvað kerfið getur gengið langt í að niðurlægja fólk??? Ætlar enginn að standa upp og hjálpa þessu fólki??? Er öllum virkilega sama??? Ætlar enginn að skoða hvort eitthvað samhengi er milli fátæktar og þessara ótrúlegu aðgerða. Hvaða þjóðfélagshópur þetta er???
Ég þekki fólk sem er í fjárhagsvanda. Fólk sem vinnur myrkranna á milli til að eiga fyrir nauðsynlegum útgjöldum. Heiðarlegt fólk sem gengur milli lánastofnana til að semja um skuldir sem það veit að þeð getur ekki greitt til lengri tíma því launin duga ekki fyrir útgjöldunum þrátt fyrir mikla vinnu. Fólk sem er niðurlægt hvað eftir annað í úrræðaleysi við að reyna að leysa úr fjármálum sínum málum.
Vaknið upp Íslendingar! Ég skora á þá sem stjórna í þessu landi að koma í veg fyrir þessar siðlausu einhliða aðgerðir gegn þeim sem geta ekki staðið undir fjárhagslegum skuldbingingum þrátt fyrir góðan vilja. Látum ekki koma svona fram við vinnufélaga okkar og samborgara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband